Miðvikudagur, febrúar 28, 2024
HeimFréttirÚtrýming lömunarveikinnar þemaefni Rótarýdagsins

Útrýming lömunarveikinnar þemaefni Rótarýdagsins

Rótarýdagurinn hinn 23. febrúar verður helgaður lokaáfanganum í herferð Rótarýhreyfingarinnar til útrýmingar lömunarveiki í heiminum. Samkvæmt upplýsingum frá rótarýklúbbunum hér á landi er ætlun margra þeirra að kynna þetta baráttumál Rótarý á fundum og í fjölmiðlum. Þá hyggjast klúbbar stuðla að félagaöflun með því að bjóða gestum til kynningarfunda, ýmist á rótarýdaginn sjálfan eða í námunda við hann. 

Rótarýdagsnefnd umdæmisins á fundi.

Rótarýdagsnefnd umdæmisins hefur undirbúið kynningarefni um baráttuna gegn lömunarveiki. Því verður miðlað til klúbbanna, bæði myndbandi og plakötum. Marteinn Sigurgeirsson, kennari og félagi í Rkl. Borgum Kópavogi, hefur gert myndband til sýningar í klúbbunum og við önnur tækifæri. Nefnist það „Barátta Rótarý við lömunarveikina“. 

Sveinn Magnússon gerir grein fyrir árangri í baráttunni.

Í myndinni koma fram læknarnir Sveinn Magnússon og Þórarinn Guðnason, sem fjalla um mikilvægi bólusetninga og mikilsverðan árangur af herferð Rótarý. Sigrún Hjartardóttir, sérkennari, sem veiktist í síðasta lömunarveikifaraldrinum hér á landi árið 1955, rifjar upp reynslu sína af sjúkdómnum.

Þá segja hjónin og rótarýfélagarnir Tryggvi Pálsson og Rannveig Gunnarsdóttir, frá þátttöku sinni í bólusetningardegi á Indlandi. Í myndinni er lögð höfuðáhersla á mikilvægi bólusetninga í baráttunni við lömunarveiki og til að ná lokamarkmiði alþjóðahreyfingar Rótarý, End Polio Now.    

Sigrún Hjartardóttir segir frá veikindum sínum og endurhæfingu eftir lömun.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum