Föstudagur, júní 21, 2024
HeimFréttirHátíðarfundur Rkl. Héraðsbúa í Valaskjálf

Hátíðarfundur Rkl. Héraðsbúa í Valaskjálf

Umdæmisstjóraskipti hjá Rótarý á Íslandi fara alla jafna fram á fundi hjá heimaklúbbi verðandi umdæmisstjóra. Það kom í hlut Rkl. Héraðsbúa að halda slíkan hátíðarfund sl. laugardag 26. júní í Valaskjálf á Egilsstöðum. Þar var því fagnað, að Ásdís Helga Bjarnadóttir félagi í klúbbnum tók formlega við embætti sem umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi 2021-2022. Þetta var jafnframt starfsskilafundur stjórnar og flutti Stefán Þórarinsson, fráfarandi forseti, skýrslu stjórnar um margháttuð samfélagsverkefni sem klúbburinn beitir sér fyrir.

Sagði hann ennfremur að vel hefði gengið að afla nýrra félaga á starfsárinu. Sex nýir félagar gengu í klúbbinn, meðalaldur þeirra er 50 ár. Fimm af þessum sex eru konur, þannig að konur eru nú þriðjungur félagsmanna. „Þessir nýju félagar láta strax til sín taka í klúbbstarfinu og fjölgun kvenna í hópnum hefur sett skemmtilegan svip á andrúmsloftið í klúbbnum.“ sagði Stefán.

Hér fylgir syrpa af myndum, sem Þórhallur Pálsson, félagi í Rkl. Héraðsbúa, tók af klúbbfélögum sínum og gestum sem nutu fróðleiks, skemmtunar og góðra veitinga á velheppnuðum fundi.

Í upphafi fundar flutti Hlín Pétursdóttir Behrens „2ja mínútna tal“ sem hefð er fyrir hjá klúbbnum. Þar fá félagarnir tækifæri til að viðra ýmis hugðarefni sín.
Stefán Þórarinsson, fráfarandi forseti Rkl. Héraðsbúa, bauð gesti velkomna og stjórnaði fundi. Stjórnarskipti fóru fram síðar á fundinum og tók þá Sveinn Jónsson við embætti forseta klúbbsins og forsetakeðjunni.
Hlín Pétursdóttir Behrens kom fram aftur og söng einsöng; Tryggvi Hermannsson lék á píanóið. Þau eru bæði kennarar við Tónskóla Fljótsdalshéraðs. Hlín er í stjórn Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi.
Garðar Eiríksson, umdæmisstjóri 2018-2019, var sæmdur Paul Harris-orðu, sem Soffía Gísladóttir, fráfarandi umdæmisstjóri, afhenti honum.
Bjarni Kr. Grímsson, Rkl. Reykjavík Grafarvogur, verður umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi 2022-2023. Ásdís Helga umdæmisstjóri afhenti honum hálsbindi sem auðkenni nýhafins Rótarýárs.
Ómar Bragi Stefánsson, Rkl. Sauðárkróks, tilnefndur umdæmisstjóri 2023-2024, tók einnig á móti rótarýmerkjum ársins.
Aðstoðarumdæmisstjórarnir Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, Rkl. Borgum Kópavogi, og Vilborg Stefánsdóttir, Rkl. Norðfjarðar, tóku á móti rótarýslæðum og nælum. Aðstoðarumdæmisstjórar auk þeirra eru Bjarni Þór Þórólfsson, Rkl. Görðum Garðabæ og Jón Karl Ólafsson, Rkl. Reykjavíkur.
Klúbbfélagar og gestir nutu vel dagskrárinnar á fundinum í Valaskjálf og létu í ljós tilhlökkun yfir að hittast aftur á umdæmisþinginu á Hallormsstað í haust.
Sveinn Jónsson, núverandi forseti Rkl. Héraðsbúa, fráfarandi forseti Stefán Þórarinsson og Jónas Þór Jóhannsson, forseti 2018-2019, nú formaður framkvæmdanefndar Rkl. Héraðsbúa fyrir umdæmisþing 2021, sem verður haldið á Hallormsstað 8. og 9. október n.k.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum