Þriðjudagur, apríl 16, 2024
HeimFréttirVefstofa Rótarý - mánudaginn 29. nóvember kl. 17 á Zoom

Vefstofa Rótarý – mánudaginn 29. nóvember kl. 17 á Zoom

Komið er að annarri vefstofu Rótarý þar sem við fræðumst um málefni sem tengjast starfinu. Að þessu sinni verður fjallað um æskulýðsmál og alþjóðlegar vinaheimsóknir, Rotary Friendship Exchange.
 
Klara Lísa Hervaldsdóttir formaður æskulýðsnefndar umdæmisins mun verða með stuttan fyrirlestur um helstu málefni nefndarinnar.  Hún fjallar um þá möguleika sem bjóðast ungu fólki í gegnum starf Rótarý, meðal annars nemendaskipti. 

 

Róbert Melax fjallar um vinaheimsóknir á vegum Rótarý (e. Rotary Friendship Exchange, RFE) en í því starfi felast skemmtileg tækifæri til að ferðast með öðrum hætti en hinn hefðbundni ferðamaður gerir. Félagar kynnast Rótarý-félögum í öðrum löndum, framandi menningu og upplifa nýtt land með þeim sem þar búa. 

Fundurinn 29. nóvember hefst kl 17.00 á Zoom. Smellið hér.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum