Miðvikudagur, 19. mars 2025
HeimFréttirUmdæmisfréttirVel heppnað og fjölmennt umdæmisþing

Vel heppnað og fjölmennt umdæmisþing

Umdæmisþing Rótarý var haldið dagana 18.-19. ágúst, og að þessu sinni á Sauðárkróki.  Umdæmisþing er haldið árlega og á heimasvæði umdæmisstjóra.

Tæplega 200 rótarýfélagar og gestir mættu á þingið sem var fræðandi, vinnusamt og skemmtilegt.  Rótarýklúbbur Sauðárkróks sá um undirbúning og framkvæmd þingsins sem fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Þrír erlendir gestir sóttu þingið en það voru þau Lena J. Mjerskaug fulltrúi RI og Simo Hautala umdæmisstjóri í Finnlandi og kona hans Desire Hautala.

Lena J. Mjerskaug fulltrúi RI, Soffía Gísladóttir, Ómar Bragi Stefánsson, umdæmisstjóri og Simo Hautala umdæmisstjóri í Finnlandi og kona hans Desire Hautala

Fjörugur rótarýfundur

Róbert Óttarsson, forseti Rótarýklúbbs Sauðárkróks söng fyrir gesti.

Á föstudagskvöldi bauð Rótarýklúbbur Sauðárkróks til fundar þar sem vel var mætt.  Róbert Óttarsson, forseti klúbbsins stjórnaði fundi sem einkenndist af skemmtilegu erindi, tónlist og skemmtiatriðum.

Þingdagurinn

Dagskrá þingsins hófst kl. 10 á laugardagsmorgni þegar Ómar Bragi Stefánsson, umdæmisstjóri bauð gesti velkomna og ávarpaði þá. Gestur Þorsteinsson félagi í Rótarýklúbbi Sauðárkróks og umdæmisstjóri Rótarý 1992-1993 var skipaður fundarstjóri og Þorkell Þorsteinsson ritari en hann kemur einnig úr Rótarýklúbbi Sauðárkróks.

Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri 2023-2024

Fundargestir minntust fallinna félaga. Garðar Eiríksson fræddi fundargesti um Rótarýsjóðinn og ýmis verkefni hans.

Bjarni Grímsson fyrrverandi umdæmisstjóri fór yfir ársskýrslu og Eyvindur Albertsson endurskoðandi fór yfir reikninga síðasta starfsárs.  Í kjölfarið lagði umdæmisstjóri svo fram fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár. Ársreikningur og fjárhagsáætlun voru samþykkt samhljóða.

Shelterbox

Næst á dagskrá var kynning á Shelter Box verkefninu en það var Skagfirðingurinn Skafti Halldórsson sem kom fundargestum inn í verkefnið og sagði frá hvernig við getum orðið að liði þegar þörf er á.

Margir klúbbar staðfestu framlag sitt til Shelter Box á þinginu.

Paul Harris viðurkenningar

Þau veittu Paul Harris viðurkenningu viðtöku: Bjarni Þór Þórólfsson, Soffía Gísladóttir, Sigríður Björk Gunnarsdótitr, Guðjón Sigurbjartsson og Kjartan Eggertsson.

Nokkrir góðir félagar voru sæmdir Paul Harris orðunni fyrir góð störf;

  • Bjarni Þór Þórólfsson, Rkl. Görðum.
  • Helgi Helgason, Rkl. Reykjavík Grafarvogur.
  • Kjartan Eggertsson, Rkl. Reykjavík Grafarvogur.
  • Markús Örn Antonsson, Rkl. Reykjavík Breiðholt.
  • Guðjón Sigurbjartsson, Rkl. Reykjavík Árbær.
  • Á. Bergljót Stefánsdóttir, Rkl. Reykjavík Grafarvogur.
  • Soffía Gísladóttir, Rkl. Akureyrar.
  • Sigríður Björk Gunnarsdóttir, Rkl. Hof Garðabæ.

Sóldísir og Vinaliðaverkefnið verðlaunað

Margrét Friðriksdóttir, formaður styrktar- og verðlaunasjóðs ásamt fulltrúum Sóldísar og Vinaliðaverkefnisins og Ómari Braga Stefánssyni umdæmisstjóra.

Margrét Friðriksdóttir, formaður styrktar- og verðlaunasjóðs afhenti tvo styrki til verkefna. Annarsvegar hlutu Kvennakórinn Sóldísir styrk og hinsvegar Grunnskólarnir í Skagafirði fyrir Vinaliðaverkefnið sem gert er út frá Árskóla. Bæði verkefnin hlutu kr. 600.000.-styrk hvort.

Félagaþróun

Guðjón Ó. Sigurbjartsson, formaður félagaþróunarnefndar.

Góður tími var gefinn í umræður og vinnu starfshópa um félagaþróun.  Guðjón Ó. Sigurbjartsson og Soffía Gísladóttir fóru yfir vinnuferlið og stöðu félagaþróunar. Hóparnir kynntu umræður og verða niðurstöðurnar kynntar frekar á komandi vetri.

Boðið til næsta umdæmisþings

Jón Karl Ólafsson verðandi umdæmisstjóri 2024-2025 bauð til umdæmisþings í Reykjavík sem verður haldið dagana 18.-19. október 2024. Var það gert á eftirminnilegan hátt, Jón Karl lék undir á píanó og Örn Árnason, klúbbfélagi hans song boðssöng sem Hjálmar Jónsson samdi.

Glæsilegt hátíðarkvöld

Hátíðardagskrá fór fram á laugardagskvöldinu með frábærum mat og dagskrá sem hitti vel í mark. Veislustjóri var rótarýfélaginn Örn Árnason. Það var svo heimahljómsveitin, Danssveit Dósa sem kom öllum í góða sveiflu á dansgólfinu.  

Félagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks sem tóku þátt í undirbúningi þingsins.

Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri var að vonum ánægður með þingið. „Ég vil þakka öllum þeim er sóttu þingið fyrir komuna og skemmtilega helgi og einnig félögum í Rótarýklúbbi Sauðárkróks sem báru hitann og þungann að undirbúningi og framkvæmd þingsins fyrir þeirra aðkomu, þetta hefði ekki verið hægt án ykkar,“ sagði kampakátur umdæmisstjórinn.

Ljósmyndir

Davíð Már Sigurðsson tók meðfylgjandi myndir á þinginu. Smelltu á mynd til að skoða stærri.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum