Miðvikudagur, 19. febrúar 2025
HeimFréttirAlþjóðafréttirVel heppnað Rotary Action Summit með um 400 þátttakendum - MYNDIR

Vel heppnað Rotary Action Summit með um 400 þátttakendum – MYNDIR

Rótarýfélagar upplifðu og kynntust öðrum rótarýfélögum

Yfir 400 rótarýfélagar víða að úr heiminum komu saman á Rotary Action Summit ráðstefnunni sem haldin var í Reykjavík og reyndar víðar dagana 16.-18. september sl. 

Dagana þrjá á undan ráðstefnunni fór fram þjálfun tilnefndra og verðandi umdæmisstjóra á svæðum Rotary International 17, 18, 19 og 20a. Þar var einnig boðið upp á sérstaka dagskrá fyrir núverandi umdæmisstjóra þar sem þeirra þjálfun hafði nánast eingöngu farið fram með rafrænum hætti.  

Rótarýklúbbar sáu um hluta af dagskrá 

Á leið til Rótarýklúbbs Keflavíkur var að sjálfsögðu komið við á gosstöðvunum.

Þessi ráðstefna hefur í gegnum tíðina gengið undir nafninu Institute, en teymið sem stóð að undirbúningnum ákvað strax frá upphafi að breyta nafninu sem og umgjörðinni í takt við þemað People of Action. Í stað þess að sitja inni á ráðstefnu heilu dagana bauðst ráðstefnugestum að taka þátt í verkefnum sem átta íslenskir rótarýklúbbar stóðu fyrir, en þau tengjast hinum sjö megin áherslum Rotary. Áherslurnar eru:  Verndum umhverfið, Tryggjum frið, Berjumst gegn sjúkdómum, Tryggjum hreint vatn, Björgum mæðrum og börnum þeirra, Tryggjum menntun og Styðjum við innlent hagkerfi Þessi nálgun mæltist mjög vel fyrir og voru rótarýfélagar einstaklega ánægðir með skipulagið. Fengu þátttakendur einnig að upplifa náttúru Ísland, ekki síst þeir sem heimsóttu klúbba utan Reykjavíkur. 

Rótarýfélagar nýttu tækifærið og skiptust á fánum

Heimsforseti og forseti Íslands 

Jennifer Jones, heimsforseti Rotary International,

Jennifer Jones, heimsforseta Rotary International tók þátt í ráðstefnunni og heiðraði þannig ráðstefnugesti með veru sinni. Tveir fyrrum heimsforsetar Rótarý, þeir Ian Riseley og Holger Knaack tóku einnig virkan þátt í ráðstefnunni. 

Forseti Íslands fór á kostum í sínu ávarpi.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, flutti einstaklega skemmtilegt erindi á opnunarhátíð ráðstefnunnar, reyndar svo að salurinn hreinlega valt um af hlátri, en um leið kom hann boðskap sínum vel til skila. 

Jennifer Jones færði Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands mynd að gjöf.

Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar 

Fjöldi áhugaverðra fyrirlesara fluttu erindi á ráðstefnunni, en þar má meðal annars nefna:  

Þátttakendur fylgdust áhugasamir með.

Amanda Ellis, framkvæmdastjóri Global Partnerships, sagði frá áhugaverðum verkefnum sem hún hefur unnið að í sínum störfum og tengjast markmiðum Rótarý. Hún sagði frá gagnvirku heimskorti sem sýnir stöðu jafnréttis í löndum heimsins. Þar er Ísland með fullt hús stiga. Tilgangur kortsins er að vekja athygli á heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna er lítur að því að í heiminum skuli kynin vera jafnrétthá og sömuleiðis því markmiði að valdefla konur og stúlkur. Hér má finna tengil á kortið. 

Nicki Scott, Director Zone 19/20 and varaforseti Rotary International 2022-23.

Amanda sagði einnig frá vefsíðu og spilastokk sem kallast á ensku „Turn it Around“ eða Snúðu því við! „Flashcards for Education Futures“ er námstæki fyrir fullorðna, gert af ungmennum, í nýrri nálgun okkar á menntun og samband okkar við náttúruna og lífheiminn á tímum loftslagskreppu. Venjulega eru flasskort hönnuð af kennara fyrir nemendur og börn. Þessi spilastokkur er hannaður af ungu fólki fyrir stefnumótendur í menntamálum, stjórnmálamenn og kennara til að skora á þá til að hugsa, sjá og bregðast við á nýjan hátt. Með því að breyta því hver kennir hverjum er þetta verkefni áminning um að allir – og allt – verða að breytast. Hér má finna tengil á vefsíðuna. 

Frá ráðstefnusalnum á Hilton hóteli.

Um náttúruvernd og gróðursetningu trjáa fjölluðu umdæmisstjóri Bjarni Kr. Grímsson og PDG Ian Elliot. Bjarni gerði grein fyrir mikilvægu starfi klúbba á Íslandi sem margir taka þátt í gróðursetningu trjáa. Í erindi sínu gerði hann grein fyrir mikilvægi trjáræktar á Íslandi, sem er að miklu leyti gróðurlaust land. Ian sagði frá smáforritinu Treekly, sem í samvinnu við fleiri aðila vinnur að því að gróðursetja tré um leið og notendur smáforritsins hreyfa sig. Slagorð smáforritsins er að breyta skrefum í skóga. Með því að hlaða appinu niður og ganga 5000 skref, 5 daga vikunnar, getur viðkomandi stuðlað að gróðursetningu á trjám í Moraharivo. Hér er tengill á vefsíðu verkefnisins. 

Silja Yraola Eyþórsdóttir hjá Carbfix á Íslandi fjallaði um bindingu koltvísýrings í bergi og hvernig áætlanir gera ráð fyrir því að flytja þessa tækni víðar um heim í viðleitni til að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum og þannig að verndun náttúrunnar. Hér í tengli er vefsíðu Carbfix. 

Sanj Srikanthan

Sanj Srikanthan sagði frá samstarfi Rótarý og ShelterBox en formlegt samstarf þessara aðila hefur nú staðið í fjölmörg ár. ShelterBox byrjaði sem verkefni rótarýklúbbs árið 2000 er nú alþjóðlega viðurkennd, sjálfstæð hjálparsamtök en meirihluti sjálfboðaliða ShelterBox eru rótarýfélagar. Markmið verkefnisins er að aðstoða fólk sem ekki hefur þak yfir höfuðið t.d. vegna stríðsátaka eða hamfara með því að senda þeim kistu með tjaldi og ýmsum nauðsynjum til að komast af. Er safnað í slík ShelterBox og þau höfð til reiðu á stöðum þar sem auðvelt er að koma þeim með stuttum fyrirvara þar sem þeirra er þörf. Hér er tengill á vefsíðu ShelterBox 

Rótarýfélagarnir Jón Karl Ólafsson og Örn Árnason skemmtu gestum með söng og píanóleik.

Vel heppnuð ráðstefna 

Aðstandendur ráðstefnunnar eru í skýjunum að þessum sex dögum loknum þar sem viðbrögð og endurgjöf ráðstefnugesta hafa öll verið á einn veg, að þetta hafi verið stórkostlega vel heppnuð ráðstefna og þjálfun. Þarna hittust gamlir rótarýfélagar frá öllum heimshornum og eignuðust hóp nýrra vina sem munu starfa saman að því að byggja upp þessa mikilvægu mannúðarhreyfingu til framtíðar.  

Tengsl mynduðust við borðin.

Á ráðstefnunni var blandað saman áhugaverðum fyrirlestrum um rótarýstarf og almenn málefni auk þess sem ráðstefnugestir fengu umræðuefni til að fjalla um á sínum borðum en sætaskipan var ekki ávallt sú sama svo sjónarhornin voru fjölmörg.

Fræðast má nánar og sjá fleiri myndir í Facebook hóp ráðstefnunnar hér. 

Umræður voru góðar og skipts var á skoðunum.
Veðrið lék við ráðstefnugesti. – Ljósmynd: Sigríður Björk Gunnarsdóttir.
Fyrrum heimsforseti Ian Riseley og kona hans tóku þátt í dagskrá Rótarýklúbbs Keflavíkur.
Greinilega skemmtilegur fyrirlestur.
Ekki voru allir með það sama á prjónunum.
Góð stemming var á lokadeginum.
 
Tengslanetið styrktist
Eftir hátíðarkvöldverð spilaði Stjórnin fyrir dansi og það sást ekki í gólfið fyrr en líða tók á nóttina. Þvílíkt fjör!

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum