Sunnudagur, 6. október 2024
HeimFréttirVel heppnaður fundur fyrrum umdæmisstjóra í Reykholti.

Vel heppnaður fundur fyrrum umdæmisstjóra í Reykholti.

Tólf fyrrum umdæmisstjórar auk núverandi umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi, hittust á árlegum fundi um helgina í Reykholti í Borgarfirði, til að njóta samveru, rifja upp gamla tíma og gleðjast. Með í för voru einnig nokkrir þeir makar sem áttu heimangengt.  Það var Bjarni Grímsson, umdæmisstjóri 2022-´23 sem sá um skipulagninguna með góðri aðstoð Magnúsar B. Jónssonar. Ómar Bragi Stefánsson, núverandi umdæmisstjóri, var heiðursgestur fundarins. Hann fór yfir störf hreyfingarinnar á því starfsári sem nú lýkur innan skamms og spunnust góðar og gagnlegar umræður eftir þá yfirferð. Mikill fróðleikur, gleði og söngur sveif yfir og ljóst að það er ekki komið að tómum kofanum í nokkru því sem máli skiptir þegar dvalið er með þessum góða hópi fólks.  

Eins og þeir þekkja sem heimsótt hafa Reykholt, er þar að finna afar merkilega stofnun, Snorrastofu og fengu gestir einkar fróðlega leiðsögn Bergs Þorgeirssonar, forstöðumanns Snorrastofu og ekki laust við að honum tækist að kveikja áhuga allra á lífi og arfleifð Snorra Sturlusonar. Óhætt er að mæla með heimsókn þangað,  www.snorrastofa.is 

Þá er óhætt að minnast á glæsileika hótelsins, matinn sem var ljúffengur, þjónustu og alla aðstöðu sem er til mikils sóma hjá Hótel Reykholti.

 

 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum