Föstudagur, 21. mars 2025
HeimFréttirVerkefnasjóður Rótarý á Íslandi stofnaður

Verkefnasjóður Rótarý á Íslandi stofnaður

Verkefnasjóðurinn var stofnaður á fullveldisdaginn 1. desember sl. Á fundi sínum 29. nóvember samþykkti umdæmisráð stofnskrá fyrir sjóðinn og kaus jafnframt stjórn hans.

Styður samfélagsverkefni í nærumhverfi

Tigangur sjóðsins er að styðja við rótarýklúbba í umdæmi 1360, sem ráðast í verkefni í nærumhverfi sínu á sviði umhverfismála, forvarna, mennta, lista, vísinda eða annarra samfélagsverkefna, sem falla undir hinar 6 áherslur alþjóðahreyfingar Rótarý. Þannig er sjóðnum ætlað að styðja samfélagsverkefni í nærumhverfi í samstarfi við og að frumkvæði rótarýklúbbs.

Stjórn sjóðsins getur haft samráð við styrkjanefnd umdæmisins varðandi fjárstyrki sem eru af þeim toga að umdæmið geti nýtt sér svonefnda “District Grants” í samstarfi við Rotary International og/eða önnur umdæmi.

Mótframlag umsóknarklúbbs

Stjórnin kynnir öllum rótarýklúbbum tilgang sjóðsins, ákvarðar umsóknarfrest og önnur skilyrði til úthlutunar og eftirfylgni. Megin forsenda úthlutunar er að umsóknarklúbbur leggi a.m.k jafn háa upphæð á móti styrkveitingu úr sjóðnum. Mótframlag rótarýklúbbs má vera í formi vinnuframlags, efnis eða öðru því ígildi sem stjórn sjóðsins metur gilt. Ákvörðun um styrkveitingu skal byggjast á fjárhags- og framkvæmdaáætlun.

Stjórnin tekur ákvarðanir um úthlutun úr sjóðnum og setur nánari reglur  varðandi starfsemi hans í samráði við umdæmisráð. Skal að því stefnt að úthluta úr sjóðnum árlega.

Knútur Óskarsson formaður

Umdæmisráð samþykkti að eftirtaldir rótarýfélagar skipuðu fyrstu stjórn sjóðsins: Knútur Óskarsson, Rkl. Mosfellssveitar, formaður, Esther Guðmundsdóttir, Rkl. Rvík Miðborg og Jón M. Eiríksson, Rkl. Héraðsbúa. Varamenn: Garðar Eiríksson, Rkl. Selfoss og Lára Stefánsdóttir, Rkl. Ólafsfjarðar. 

Fyrsta verk stjórnarinnar verður að skipuleggja starfið og setja sér starfsreglur. Stefnt er að því að auglýsa styrkina snemma á nýju ári og að fyrsta úthlutun verði í lok mars eða byrjun apríl. Er það ekki síst gert til að klúbbar geti nýtt styrkinn til umhverfisverkefna á vormisseri.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum