Tilgangur Verkefnasjóðs Rótarý á Íslandi er að styðja við rótarýklúbba í umdæminu sem ráðast í verkefni í sínu nærumhverfi á sviði umhverfismála, forvarna, mennta, lista, vísinda eða annarra samfélagsverkefna sem falla undir hinar 6 megin áherslur Rotary International (Areas of Focus).
Aðeins ætlaður rótarýklúbbum
Sjóðnum er þannig ætlað að styðja samfélagsverkefni í nærumhverfi í samstarfi við og að frumkvæði rótarýklúbbs.
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2025. Úthlutað verður úr sjóðnum um miðjan mars.
Skipulagsskrá Verkefnasjóðs má sjá hér.
Nánari upplýsingar gefur formaður verkefnasjóðs, Alfreð S. Erlingsson, alfredsvavar@gmail.com.