Miðvikudagur, 19. febrúar 2025
HeimFréttirVerkefnastyrkir efla fjöbreytni í starfi klúbbanna

Verkefnastyrkir efla fjöbreytni í starfi klúbbanna

Stjórn Verkefnasjóð umdæmisins hefur samþykkt stykveitingar vegna verkefna klúbba á þessu ári. Fundinn, sem fram fór á Zoom 9. mars sl., sátu Knútur Óskarsson, formaður, Esther Guðmundsdóttir ritari, Garðar Eiríksson og Jón Einarsson. Ekki var talin ástæða til að ákveða hámarksupphæðir styrkja í ár. Verkefnasjóðurinn fékk til umráða kr. 4.000.000 en heildarupphæð úthlutaðra styrkja nemur kr. 3.650.000. Afhending styrkjanna fór fram á fræðslumótinu fyrir verðandi forystufólk í rótarýklúbbunum 26. mars. sl.

Styrkir voru samþykktir til eftirfarandi rótarýklubba:

  • Mosfellssveitar. Reiðskóli fyrir fatlað fólk. Kr. 200.000.
  • Rvík-Breiðholt. Ferðasjóður fyrir fatlaða nemendur í FB. Kr. 100.000.
  • Rvík-Breiðholt. Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur 10 – 12 ára af erlendum uppruna. Kr.200.000.
  • Rvík-Grafarvogur. Halló hamingja – Leikur lífsins. Kr. 600.000.
  • Hafnarfjarðar. Landgræðsla – stígar og ræktun. Kr. 650.000.
  • Hof-Garðabæ. Stuðningur fyrir börn í sorg. Kr. 200.000.
  • Húsavíkur. Rótarýlundur í Húsavíkurlandi. Kr. 300.000.
  • Neskaupsstaðar. Fuglaskilti í Neskaupsstað. Kr. 200.000.
  • Ólafsfjarðar. Saga kvenna í Ólafsfirði 1900 – 1980. Kr. 500.000.
  • Rvík-Austurbær. Pieta – stuðningur við aðstandendur. Kr. 450.000.
  • Þinghóll-Kópavogi. Prentun á 10.000 viðbótarbæklingum vegna „Járnfólksins“ o.fl.. Kr. 250.000.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum