- Rótarý er hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu.
- Rótarýhreyfingin er alþjóðafélagsskapur sem er starfandi í meira en 200 löndum í öllum heimsálfum.
Félagar eru rúmlega 1,2 milljónir í um 35 þúsund klúbbum.
Þessi alþjóðlegu samtök standa fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðla að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetja til góðvildar og friðar í heiminum. Til marks um það er opinbert kjörorð alþjóðahreyfingarinnar: „Þjónusta ofar eigin hag“.
- Á Íslandi er 31 rótarýklúbbur með um 1300 félaga.
Í klúbbunum er lifandi starf og vikulegir fundir með fróðlegum fyrirlestrum og umræðu. Reynt er að hafa fulltrúa sem flestra atvinnugreina í hverjum klúbbi og koma klúbbfélagar með tillögur um nýja félaga. Félagar eru á öllum aldri og af báðum kynjum. Rótarýfélagi getur sótt rótarýfund hjá hvaða rótarýklúbbi sem er í heiminum.
Fjórpróf rótarýmanna
- Er það satt og rétt?
- Er það drengilegt?
- Eykur það velvild og vinarhug?
- Er það öllum til góðs?
Rótarý býður félögum sínum:
• félagsskap fólks með sameiginleg markmið.
• tækifæri til að þjóna samfélaginu, taka framförum í starfi og stuðla að vináttu milli þjóða.
• kynni af forystufólki á öðrum sviðum atvinnulífsins.
• fjölbreytt og fræðandi fundarefni á klúbbfundum.
• kunningsskap við rótarýfélaga á fundum í öðrum klúbbum.