Rótarýsjóðurinn hefur veitt þremur íslenskum rótarýklúbbum viðurkenningu fyrir framlög þeirra til sjóðsins á starfsárinu 2017-2018. Viðurkenning er veitt þremur hæstu klúbbum í hverju umdæmi og er miðað við lágmarksupphæð $50 á hvern félaga.
Klúbbarnir sem um ræðir í íslenska umdæminu eru Rkl. Húsavíkur með $185.71 á hvern félaga, Rkl. Reykjavík Grafarvogur með $139.29 á félaga og Rkl. Hof Garðabæ með $117,24.
Knútur Óskarsosn, fráfarandi umdæmisstjóri, afhenti viðurkenningaskjölin á umdæmisþinginu á Selfossi. Á myndinni eru talið frá vinstri: Knútur Óskarsson, Þyri Emma Þorsteinsdóttir, Rkl. Hof Garðabæ, Ólafur Ólafsson, Rkl. Reykjavík Grafarvogur, Þorgrímur J. Sigurðsson, Rkl. Húsavíkur og Garðar Eiríksson, umdæmisstjóri.
Þá voru einnig veittar viðurkenningar til þeirra klúbba sem gáfu $1500 eða meira til End Polio Now. Á myndinni með þeim Knúti og Garðari eru talið frá vinstri; Ingveldur Ásta Karlsdóttir, Rkl. Akureyrar, Heiðrún Hauksdóttir, Rkl. Görðum Garðabæ, Guðbjartur Einarsson, Rkl. Hafnarfjarðar, Sigurbjörn Karlsson, Rkl. Ísafjarðar, Þórunn Benediktsdóttir, Rkl. Keflavíkur, Kristín Björnsdóttir, Rkl. Reykjavík Árbær og Stefán S. Stefánsson, Rkl. Reykjavík Miðborg. Fulltrúi frá Rkl. Reykjavík Austurbæ var fjarverandi.