Laugardagur, 7. desember 2024
HeimFréttirViðurkenningar fyrir hæstu framlög klúbba til Rótarýsjóðsins

Viðurkenningar fyrir hæstu framlög klúbba til Rótarýsjóðsins

Í ársskýrslu íslenska Rótarýumdæmisins, sem Garðar Eiríksson, fráfarandi umdæmisstjóri, lagði fram og kynnti á umdæmisþinginu í Kópavogi, kemur fram að alls hafi framlög íslensku rótarýklúbbanna og einstakra félaga til Rótarýsjóðsins, Rotary Foundation, á starfsárinu 2018-19 numið 41.672 USD, þar af í Annual Fund 27.548 USD og í Polio Plus 14.124 USD.

Á umdæmisþinginu afhenti Garðar fánaviðurkenningar alþjóðaforseta Rótarý fyrir hæstu framlög klúbba í Rótarýsjóðinn, Annual Fund, 2018-2019.  Rkl. Keflavíkur hlaut heiðursviðurkenningu fyrir að hafa gefið 100 USD  fyrir hvern félaga í klúbbnum auk einstalingsbundinna framlaga klúbbfélaga að upphæð 100 USD eða meira. Aðrir klúbbar í efstu sætum, með 100 USD á hvern félaga eða meira, voru: Rkl. Reykjavík Grafarvogur í 1. sæti, Rkl. Reykjavík Breiðholt í 2. sæti og Rkl. Akureyrar í 3. sæti.

Þá voru ennfremur veittar viðurkenningar fyrir framlög til Polio Plus sjóðsins. Klúbbarnir sem lögðu mest af mörkum til hans voru Rkl. Borgir Kópavogi í 1. sæti, Rkl. Keflavíkur í 2. sæti og Rkl. Selfoss í 3. sæti.

Viðurkenningar fyrir hæstu framlög klúbba til Polio Plus sjóðsins. Garðar Eiríksson, Þórarinn Sólmundarson, forseti Rkl. Selfoss, Konráð A. Lúðvíksson, forseti Rkl. Keflavíkur, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forseti Rkl. Borgir Kópavogur og Anna Stefánsdóttir.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum