Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirViðurkenningar Rótarý á sviði mennta og vísinda

Viðurkenningar Rótarý á sviði mennta og vísinda

Á umdæmisþingi Rótarý, sem haldið var í Kópavogi sl. laugardag, voru veittar viðurkenningar og styrkir úr verðlauna- og styrktarsjóði hreyfingarinnar. Árlega eru veittir styrkir til aðila á félagssvæði þess rótarýklúbbs, sem heldur umdæmisþingið og var það Rótarýklúbburinn Borgir Kópavogi í ár. Ákvörðun sjóðsstjórnar var að veita tvenn 500.000 kr. verðlaun að þessu sinni fyrir framúrskarandi og nýstárlegt framtak á sviði mennta og vísinda. Jón B. Guðnason, formaður sjóðsstjórnar, kynnti verðlaunahafana.

Menntun í ferðatösku, er verkefni sem Gunnar Stefánsson, prófessor, hefur hefur stjórnað. Tutor-web er ókeypis netkennslukerfi í stærðfræði og tölfræði sem hann hefur þróað og kynnt í háskólum í Kenía. Þá átti Gunnar frumkvæði að stofnun styrktarfélagsins Broskarlar, sem safnar fé til kaupa á spjaldtölvum og tölvuþjónum fyrir nemendur í fátækum héruðum Afríku.

Fræðslusetrið í Guðmundarlundi á vegum Skógræktarfélag Kópavogs, hlaut einnig verðlaun Rótarý. Í tilefni af 50 ára afmæli félagsins tók það í notkun Fræðslusetrið í Guðmundarlundi í Kópavogi, sem vígt var 30. ágúst sl. Fræðslusetrið verður meðal annars nýtt af leik- og grunnskólum í Kópavogi en stefnt er að því að í Guðmundarlundi verði boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu til útikennslu þar sem lögð verður sérstök áhersla á náttúrulæsi, umhverfis- og náttúruvernd og áhrif loftlagsbreytinga á umhverfið.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum