Laugardagur, 7. desember 2024
HeimFréttirAlþjóðafréttirYfir 4.200 rótarýklúbbar tóku þátt í alþjóðlegum mænusóttardeginum

Yfir 4.200 rótarýklúbbar tóku þátt í alþjóðlegum mænusóttardeginum

Yfir 4.200 rótarýklúbbar tóku þátt í alþjóðlegum mænusóttardeginum, World Polio Day 23. október sl. og skipulögðu þeir yfir 6.300 aðgerðir í 115 löndum í tilefni dagsins!

Rotary International fagnar og heiðrar sérstakleg framlagi umdæmum 4455 í Perú, 4170 í Mexíkó, 4700 í Brasilíu, 4590 í Brasilíu og 4380 í Venúsúvela fyrir að hafa hæsta hlutfall klúbba með skráðan viðburð á alþjóðlega baráttudeginum gegn mænusótt en frá 88,9% klúbba í Perú til 84,7% í Venúsúvela voru skráðir til þátttöku.

Hollusta, ástríða og gjafmildi rótarýfélaga við útrýmingu lömunarveiki er óviðjafnanleg og er öllum þeim sem lögðu átakinu lið þakkað þeirra framlag sem er mikilvægt til að ná góðum árangri!

Félagar í Rótarýklúbbi Chinga Mai Nawrat í Tælandi fögnuðu deginum með vitundarátaki í sínu samfélagi. Ljósmynd frá RI

Átak í að bæta næringur og heilsu barna

Í myndbandsviðtalinu hér að ofan við fréttasamtökin Devex, deilir Teguest Yilma, formaður PolioPlus nefndarinnar í Eþíópíu, því hvernig PolioPlus áætlun Rótarý hefur sett þarfir samfélagsins í forgrunn með því að virkja viðleitni okkar til að útrýma lömunarveiki einnig til að stuðla að bættri næringu barna eins og A-vítamíngjöf.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum