Mánudagur, 4. nóvember 2024
HeimFréttirBjargráð og Okkar heimur fengu styrki úr Verðlauna- og styrktarsjóði Rótarý

Bjargráð og Okkar heimur fengu styrki úr Verðlauna- og styrktarsjóði Rótarý

Á vel heppnuðu og fjölmennu umdæmisþingi Rótarý, sem haldið var í Reykjavík sl. laugardag, voru veittar viðurkenningar og styrkir úr verðlauna- og styrktarsjóði hreyfingarinnar.

Árlega eru veittir styrkir til aðila á félagssvæði þess rótarýklúbbs, sem heldur umdæmisþingið, sem var Rótarýklúbbur Reykjavíkur í ár.

Ákvörðun sjóðsstjórnar var að veita tvenn 600.000 kr. verðlaun að þessu sinni fyrir framúrskarandi og nýstárlegt framtak á sviði mennta og vísinda.

Salvör Nordal kynnti verðlaunin og verðlaunahafana sem að þessu sinni voru samtökin Bjargráð og Samtökin Okkar heimur.

Jón Karl Ólafsson, umdæmisstjóri afhenti verðlaunin en f.h. Bjargráðs tóku þau Jenný Magnúsdóttir og Eiríkur Steinarsson við verðlaununum og f.h. Okkar heims tóku þær Sigríður Gísladóttir og Þórunn Edda Sigurjónsdóttir við verðlaununum.

Bjargráð

Bjargráð er verkefni sem styður við fjölskyldur einstaklinga sem eru að afplána dóm í fangelsi. Fjölskyldufræðingar sem vinna hjá Bjargráð vinna með fjölskyldum á meðan verið er að bíða eftir að afplánun hefst, á meðan á afplánun stendur og þegar viðkomandi er að koma úr afplánun.

„Gott er að styðja umsjónaraðila barna í þeirri sorg og kannski reiði til að geta tekið við spurningum og vangaveltum barnanna. Oft byrjum við á að hitta foreldra til að fá söguna frá þeim og ræða um líðan þeirra og hvernig þeim gengur að vera til staðar fyrir börnin. Þegar það er búið hittum við börnin ef þau vilja koma og hitta okkur, þau stjórna ferðinni hvort einhver sé með þeim í viðtölum eða hvort þau vilja vera ein en það fer oft eftir aldri þeirra.
Markmiðið er að hjálpa börnum og fullorðnum að líða betur og að þau fái aðstoð við að vinna úr tilfinningum sínum.“

Sjá nánar um Bjargráð hér.

Okkar heimur

Okkar heimur er stuðningsúrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda og var sett á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn í þessari stöðu hér á landi. Markmiðið er að veita fræðslu, stuðning og stuðla að vitundarvakningu um aðstæður barna í þessari stöðu.

Sjá nánar um Okkar heim hér.

Ljósmyndir: Guðni Gíslason

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum