Umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið 10. – 11. október í Garðabæ og verður framkvæmd þingsins í umsjón Rótarýklúbbsins Hofs.
Umdæmisþing er árlegur viðburður þar sem skerpt er á áherslum í rótarýstarfinu, rótarýfélagar hittast og ný tengsl mynduð.
Þangað koma embættismenn umdæmisins, fulltrúar klúbbanna, kjarnans í starfinu og erlendir gestir og fleira gott fólk.
Lofað er skemmtilegri dagskrá sem mun m.a. innihalda fróðleg erindi, hópastarf, tónlist, dansleik, tækifæri til að kynnast og síðast en ekki síst góðan mat.
Dagskráin er þríþætt, rótarýfundur á föstudagskvöldi í Garðaholti og verður hann á léttu nótunum, umdæmisþing í Sjálandsskóla og lokahátíð í Garðaholti á laugardagskvöldinu.
Allir rótarýfélagar eru velkomnir á umdæmisþingið og er skráning á lokametrunum.
Nánari upplýsingar um þingið og skráningu má finna hér.








