Þriðjudagur, 29. apríl 2025
HeimFréttirAlþjóðafréttirSamstarfssamningur milli rótarýumdæmanna í Litháen og Íslandi eflir vináttu og samvinnu

Samstarfssamningur milli rótarýumdæmanna í Litháen og Íslandi eflir vináttu og samvinnu

Samningurinn sem umdæmisstjórar landanna, Íslands og Litháen, Jón Karl Ólafsson og Andrejus Gerascenkoauk auk Soffíu Gísladóttur forseta ICC Íslands-Litháen, undirrituðu í dag, markar upphaf nánara samstarfs milli rótarýfélaga landanna tveggja.

Hann felur m.a. í sér stofnun Intercountry Committe (ICC) sem hefur það að markmiði að efla gagnkvæma þekkingu, skilning og friðsamlega samvinnu milli þjóða.

Mikil gleði ríkti við undirritunina og ánægja með þennan áfanga en fulltrúar sjö klúbba frá Litháen komu til Íslands í þeim tilgangi að vera viðstaddir undirritunina og efla vináttu landanna í leiðinni. 

„Þessi samningur opnar dyr að fjölmörgum nýjum tækifærum til að efla vináttu og gagnkvæman skilning milli landanna, styðja við og fjölga sameiginlegum verkefnum á sviðum sem félagar hafa áhuga á,stofna systurklúbba og auka þátttöku í ungmennaskiptum og alþjóðlegri tengslamyndun,“ segir Jón Karl og Andrejus tekur í sama streng, „vinátta, samstarf og tengsl eru grunngildi Rótarý og við ætlum okkur að efla þetta allt með þessum samningi.“ 

Soffía, sem er fyrsti forseti ICC segist bara sjá tækifæri í þessu fyrir rótarýfélaga hvors lands um sig. „Samningurinn veitir rótarýfélögum tækifæri til að heimsækja félaga í hinu landinu þar sem tekið er á móti þeim opnum örmum og sú heimsókn er síðan endurgoldin. Þá er mikill áhugi á að stofna til systurklúbba þar sem áhugamál tengir fólk saman, sem dæmi er klúbbur í Litháen að leita að klúbbi hér á landi sem hefur mikinn áhuga á veiði, segir Soffía og auglýsir eftir slíkum klúbbi hér á landi.“

Meðal gesta frá Litháen var Mingaile Scherer, formaður Rotaract í D1462, sem lítur á þennan samning sem mikilvægt tækifæri til að efla mjög þátttöku yngri kynslóðarinnar í þessu samstarfi.

Við hlökkum til að sjá þetta samstarf blómstra!

Rotary Intercountry Committees

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum