Árni Harðarson var útnenfdur Eldhugi Kópavogs 2025, á fundi klúbbsins 11. mars.
Hefur klúbburinn útnefnt Eldhuga Kópavogs síðan í lok síðustu aldar en fyrsti eldhuginn var Jónar Ingimundarson og annar var Þórunn Björnsdóttir. Komu útnefningarnar í framhaldi af því að Kópavogsbær hóf að útnefna Íþróttamann Kópavogs sem rótarýklúbburinn hafði gert um langt skeið.
Stjórn klúbbsins bauð í ár hjónunum Árna Harðasyni og konu hans Karitas Ívarsdóttur til fundar klúbbsins og að loknu borðhaldi var tilkynnt að Árni Harðarson tónlistarmaður væri Eldhugi Kópavogs 2025.
Forseti klúbbsins, Guðmundur Björn Lýðsson, afhenti Árna áletraðan verðlaunagrip til staðfestingar um útnefninguna.


Glæsilegur ferill
Guðmundur Jens Þorvarðarson, formaður viðurkenningarnefndar fór yfir glæsilegan feril Árna.
Árni Harðarson er fæddur 1956 og uppalinn í Kópavogi og býr nú á Kársnesinu, með sinni fjölskyldu. Eiginkona hans er Karitas Ívarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Þau eiga fjögur börn og tíu barnabörn
Árni er Þingeyingur í móðurætt og Austfirðingur og Húnvetningur í föðurætt.
Foreldrar Árna voru Hörður Björnsson, byggingatæknifræðingur og Þórhalla Kristjánsdóttir, húsmóðir. Þau voru meðal „frumbyggja“ Kópavogs
Nám og kennslustörf
Árni hóf nám við Tónlistarskóla Kópavogs árið 1964, ári eftir að hann var stofnaður, og var fyrsti nemandi skólans til að ljúka burtfararprófi í hljóðfæraleik 1976
Sama ár, 1976, lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi og var í fyrsta útskriftarhópi MK.
Árni stundaði framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum við The Royal College of Music í London og lauk þaðan prófi úr einleikaradeild.
Að loknu námi árið 1983 sneri Árni heim og hóf kennslu við sinn gamla skóla, Tónlistarskóla Kópavogs. Skólinn er í dag einn af stærstu tónlistarskólum landsins og sá eini í bæjarfélaginu sem býður upp á alhliða tónlistarnám á grunn- mið- og framhaldsskólastigi. Árni var skipaður skólastjóri Tónlistarskólans árið 2000.
Árni lét af starfi skólastjóra Tónlistarskóla Kópavogs haustið 2024 eftir meira en fjörutíu ára samfellt starf við skólann, fyrst sem kennari og síðar sem skólastjóri.
Á árunum 1991-2000 starfaði Árni einnig sem aðjúnkt við Kennaraháskóla Íslands.
Önnur tónlistarstörf
Auk kennslustarfa hefur Árni verið virkur í íslensku tónlistarlífi sem kórstjóri og tónskáld. Hann stjórnaði Háskólakórnum á árunum 1983-89 og hefur frá árinu 1991 verið stjórnandi Karlakórsins Fóstbræðra, sem hefur óumdeilt verið í forystusveit íslenskra karlakóra. Verkefni kórsins eru víðfeðm; reglulegt tónleikahald í Hörpu og öðrum tónleikstöðum ásamt tilfallandi verkefnum; tækifærissöng af ýmsu tagi, söng við opinberar athafnir, söng í kvikmyndum, samstarfsverkefnum með ólíkum listamönnum og þátttöku í verkefnum með Sinfóníuhljómsveit Íslands svo dæmi séu tekin.
Þá hefur Árni, auk starfs síns með Fóstbræðrum, komið fram sem stjórnandi kóra og hljómsveita við ýmis tækifæri innanlands- og utan.
Árni hefur einnig fengist við tónsmíi innanlands- og utan. . Mri og aðj nemandi skr for solo og kor, men vi brugeríðar. Tónsmíðar Árna hafa einkum verið á sviði kór- og leikhústónlistar. Eftir hann liggur fjöldi verka og útsetninga fyrir kóra; – karlakóra, kvennakóra og blandaða kóra. Þá hefur hann verið höfundur tónlistar í ýmsum leiksýningum hjá m.a. Þjóðleikhúsinu, Nemendaleikhúsinu og Stúdentaleikhúsinu.
Sömuleiðis hefur hann samið tónlist fyrir sjónvarpsmyndir og útvarpsleikhús.
Störf í fagnefndum
Árni var fulltrúi Íslands í NOMUS, Nordiska Musikkomiteen 1993-2000, skipaður af menntamálaráðherra.
Hann sat þrisvar í dómnefnd um Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs, skipaður af NOMUS.
Þá var Árni formaður úthlutunarnefndar Starfslauna tónskálda (Tónskáldasjóðs) um tíu ára skeið, 1999-2009, skipaður af stjórn Listamannalauna.
Félagsstörf
Árni var formaður Tónskáldafélags Íslands 1995-1998 og sat í stjórn þess í sex ár. Auk þess að gæta hagsmuna félagsmanna var það meðal verkefna stjórnar að skipuleggja og halda utan um tónlistarhátíðina „Myrkir Músíkdagar“ sem verið hefur fastur liður í íslensku menningarlífi í 45 ár.
Þá var Árni formaður Norræna tónskáldaráðsins, sat í stjórn og fulltrúaráði STEFs, stjórn STS (Samtaka tónlistarskólastjóra), stjórn Íslenskrar tónverkamiðstöðvar, stjórn Fjölís og var formaður ungliðasamtaka norrænna tónskálda.
