Miðvikudagur, 19. febrúar 2025
HeimFréttirUmdæmisfréttirRótarýdagurinn 23. febrúar á 120 ára afmæli Rótarýhreyfingarinnar

Rótarýdagurinn 23. febrúar á 120 ára afmæli Rótarýhreyfingarinnar

Rótarýhreyfingin fagnar 120 ára afmæli sínu í febrúar

Rótarýumdæmið á Íslandi og rótarýklúbbarnir munu fagna þessum tímamótum með Rótarýdeginum 23. febrúar nk.

Verður dagurinn nýttur til að kynna starfsemi Rótarý.  Þessi dagur markar 120 ára afmæli Rótarýstarfs í heiminum, því að fyrsti rótarýfundurinn var haldinn að frumkvæði Paul Harris þennan dag árið 1905.

Kynningin verður með ýmsum hætti og dreifst í kringum Rótarýdaginn.

Á Íslandi eru 32 klúbbar, þar af einn ungmennaklúbbur. Félagar eru tæplega 1.200 og hlutfall kvenna er rúmlega 30% og fer vaxandi.

Rótarýhreyfingin og starfið

  • Rótarýhreyfingin er ein stærstu mannúðarsamtök í heimi og sinna mikilvægum verkefnum í nærumhverfi og víða um heim
  • Rótarýsjóðurinn er gríðarlega öflugur og vel rekinn sjóður og er mikilvægt tæki sem nýtist til mannúðarstarfa – á alþjóðavettvangi, sem og í nærumhverfi klúbbanna
  • Rótarý stendur fyrir mikilvægum verkefnum í nærumhverfi sínu – með fjárframlögum og sjálfboðaliðastarfi
  • Virðing, samkennd og vinátta einkennir starf innan Rótarý
  • Einkunnarorð Rótarý er „Þjónusta ofar eigin hag“
  • Rótarýstarfið á Íslandi hefur verið sterkt í rúm 90 ár
  • Allt að vikulegir fundi með fræðandi fyrirlestrum og samveru.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum